Erlent

Glæpamenn fari burt og veri þar

Hindra á að dæmdir glæpamenn fari aftur í sama umhverfið.
Hindra á að dæmdir glæpamenn fari aftur í sama umhverfið. vísir/afp
Danska stjórnin vill að félögum í glæpagengjum verði bannaður aðgangur að sveitarfélögum, þar sem þeir hafa framið afbrot, í allt að 10 ár eftir afplánun fangelsisdóms. Hindra á að þeir snúi aftur til gamalla félaga.

Fulltrúi Einingarlistans segir bannið geta orðið svo umfangsmikið að sá sem hafi framið glæp í Óðinsvéum geti ekki tekið lest frá Jótlandi til Fjóns.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að viðurlög við broti á banninu geti verið allt að eins og hálfs árs fangelsi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×