Innlent

Gjaldskrá Strætó hækkar um allt að helming

Þórdís Valsdóttir skrifar
Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. mars.
Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. mars. Fréttablaðið/GVA
Ný gjaldskrá Strætó mun taka gildi þann 1. mars nk. Auk gjaldskrárbreytinga verða tekin upp ný árskort fyrir aldraða og öryrkja sem sögð eru koma vel út fjárhagslega.

Mesta hækkunin verður á eins dags kortum en þau hækka í verði um 50%. Þriggja daga kortin hækka um 40% og staðgreiðslugjald á almennum farmiðum hækkar um 5% og verður þá 420 kr. Farmiðaspjöld hækka um 2,9% og verða farmiðarnir nú seldir 20 saman.

Engin breyting verður á árskortum fyrir nemendur 18 ára og eldri eða árskortum fyrir börn og ungmenni. Verðhækkunin er sögð eiga að mæta almennum kostnaðarhækkunum. Þann 1. mars 2015 tók núgildandi gjaldskrá Strætó gildi, en þá hækkaði staðgreiðslugjald um 14%. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×