Erlent

Gjaldeyrishöft samþykkt í Kýpur

Frá atkvæðagreiðslu í kýpverska þinginu í gær.
Frá atkvæðagreiðslu í kýpverska þinginu í gær. Nordicphotos/AFP
Kýpverska þingið hefur ákveðið að koma á gjaldeyrishöftum í landinu en frumvarp þess efnis var samþykkt í gær.

Þingmennirnir hafa nú samþykkt níu frumvörp sem ætlað er að tryggja stöðuleika og afla ríkissjóði Kýpurs þá fimm komma átta milljarða evra sem þarf til að tryggja neyðarlán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og evrópska seðlabankans.

Þessum sextán milljörðum evra, eða 2.560 milljörðum króna, verður ráðstafað í endurskipulagningu fjármálakerfis og bankastarfsemi Kýpurs. Forseti Kýpurs, Nicos Anastasiades, mun í dag funda með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel, ásamt öðrum ráðamönnum á Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×