Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgað um 83 prósent á fimm árum

ingvar haraldsson skrifar
Gistinætur erlendra ferðamanna voru 80 prósent af heildarfjölda gistinátta á síðasta ári.
Gistinætur erlendra ferðamanna voru 80 prósent af heildarfjölda gistinátta á síðasta ári. vísir/daníel
Gistinóttum hér á landi hefur fjölgað um 83 prósent á síðustu fimm árum. Heildarfjöldi gistinótta á síðasta ári var 5,5 milljónir og er það 21 prósent fjölgun milli ára. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru 80 prósent af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði um 25% frá fyrra ári en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6 prósent.

Fjölgun hótelherbergja hefur ekki náð að halda í við fjölgun ferðamanna á síðustu árum  og því hefur heildarnýting herbergja á hótelum og gistiheimilum aukist úr 43,5 prósent árið 2010 í 57,1 prósent á síðasta ári.

Bretar keyptu flestar gistinætur hér á landi í fyrra en gistinætur þeirra voru 828.869 og fjölgaði um 45 prósent frá árinu 2013. Gistinætur Þjóðverja voru næstflestar, 737.655, en það er aukning um 20 prósent frá fyrra ári. Gistinætur Bandaríkjamanna voru 705.858 sem er töluverð aukning frá fyrra ári eða 47 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×