Fótbolti

Giroud um rauða spjaldið: Verratti henti sér niður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oliver Giroud, framherji Arsenal, var ekki sáttur við Marco Verratti, miðjumaður Paris-Saint Germain, eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöldi en báðir fengu rautt spjald undir lok leiks.

Giroud steig fyrir Verratti í sókn Parísarliðsins með þeim afleiðingum að hann datt en brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos ýtti Giroud svo á Verratti. Allt endaði þetta með því að þeir fengu báðir annað gult spjald og þar með rautt.

„Þar sem ég var á gulu var ég að forðast vandræði,“ sagði Giroud eftir leikinn en hann kunni ekki að meta leikþátt litla Ítalans á miðjunni hjá PSG.

„Ég hindraði Verratti en hann henti sér niður sem ég skil ekki. Marquinhos ýtti mér svo aftan frá en ég veit ekki hvernig Verratti datt öðru sinni.“

„Allt stigmagnaðist út af þessu. Þetta var pirrandi, sérstaklega þar sem ég veit ekki hvort dómarinn sá almennilega hvað gerðist. Þessi hegðun Verratti kom mér á óvart,“ sagði Oliver Giroud.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Wenger: Gott stig fyrir okkur

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að vonum ánægður með stigið sem hans menn fengu gegn Paris Saint-Germain á Parc des Princes í Meistaradeild Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×