Giftingarhringurinn fannst eftir 64 ár Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 20:45 Elín Sigurðardóttir og Óskar Jónsson á 65 ára brúðkaupsafmælinu sínu. Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“ Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Óskar Jónsson frá Dalvík fékk um helgina giftingarhring sinn í hendurnar, en hann hafði týnt hringnum fyrir 64 árum. Hann og eiginkona hans Elín Sigurðardóttir héldu upp á 65 ára brúðkaupsafmæli í nóvember. Hringurinn fannst á gömlu bílaverkstæði eftir að eldur kom þar upp. Brynjar Aðalsteinsson leitaði eiganda hringsins í mánuð. „Ég var alveg orðlaus þegar hann kom með hann. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Það sem er líka einkennilegt er að í byrjun nóvember var ég að hugsa um að kaupa hring og draga upp á afmælinu. Ég var þó svo lélegur að ég komst ekki í það,“ segir Óskar í samtali við Vísi, en hann verður níræður á árinu.Eins og nýr Óskar segir að svili sinn hafi rekið verkstæðið þar sem hringurinn fannst. Hann hélt þó að hann hefði týnt honum við snjómokstur. „Svili minn var með þetta verkstæði. Ég hélt ég hefði týnt honum út á vegi. Hann hefur greinilega týnst þarna inni, en ég taldi víst að hann lægi einhversstaðar á þjóðveginum.“ Óskar segir að hringurinn líti út eins og nýr. En hann hefur aldrei borið hring síðan. Áður en hann týndi hringnum, var hann með stálhring á fingrinum. Þegar hann vann við að moka salti í skip, klemmdist Óskar svo að saga þurfti af honum hringinn. „Ég setti því aldrei upp hring aftur, fyrr en núna. Það er ekki seinna vænna,“ segir Óskar og hlær.Hringurinn sem um ræðir.Fannst eftir bruna „Það atvikaðist nú þannig að við vorum að laga til eftir brunatjón og þarna voru búnir að vera iðnaðarmenn. Smiðir, múrarar og rafvirkjar og allt fullt af drasli. Það var fullt af drasli sem fór á haugana,“ segir Brynjar. Verið var verið að leggja lokahönd á þrifin og ungur strákur sem var að laga til fann nokkra tommustokka. „Hann réttir mér einn tommustokkinn og spyr: Hvað er þetta? Upp á tommustokknum var hringur, svo ég sagði: Fyrir utan tommustokkinn sýnist mér þetta vera giftingarhringur. Hann er nú farinn í skólann drengurinn og ég gleymdi að spyrja hann hvort hann væri að spyrja út í tommustokkinn eða hringinn,“ segir Brynjar.Hringurinn rataði heim Þetta gerðist fyrir um mánuði og síðan þá er Brynjar búinn að vera að leita að eiganda hringsins. Hann hefur hringt í gullsmiðafélagið og auglýst eftir honum á Facebook. Um helgina datt eiginkonu Brynjars í hug að Elín og Óskar gætu átt hringinn þar sem inn í honum stendur: Þín Elín. „Hringurinn rataði heim akkúrat mánuði eftir að við fundum hann. Hann er búinn að hvíla á mér frá upphafi.“ „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Ég var svo ánægður með að þau ættu hann. Hringurinn er búinn að hvíla á mér hvern einasta dag. Þetta er næstum því búið að vera eins og hjá Fróða hobbita. Hann hefur vart farið úr huga mínum og ég varð að finna eigandann. Ég hef sjálfur tapað hring og fundið aftur. Þetta var æðislegt.“
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira