Innlent

Ghasem himinlifandi með pólitíska hælið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ánægður Ghasem er að vonum ánægður með niðurstöðuna. Hann hyggst hefja íslenskunám.
Ánægður Ghasem er að vonum ánægður með niðurstöðuna. Hann hyggst hefja íslenskunám. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta var besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann upplifað,“ sagði Ghasem Mohamadi, afganskur hælisleitandi, spurður um hvernig honum leið þegar hann fékk þær fregnir að hann hefði fengið pólitískt hæli á Íslandi.

Hann segir aðeins flóttamenn sem sækja um hæli geta skilið hvernig honum leið á meðan hann beið eftir því að fá svör við hælisumsókn sinni.

Vísa átti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar þar sem hann kom ekki fyrst til Íslands sem flóttamaður heldur til Svíþjóðar. Samkvæmt reglunni hefði því átt að afgreiða umsókn hans í Svíþjóð en ekki hér á landi. Ghasem vakti mikla athygli á máli sínu í vor þegar hann fór í hungurverkfall.

Ghasem segist hafa verið að leita að öruggum stað og þess vegna hafi hann valið Ísland. „Ísland er eitt öruggasta og fallegasta land í heimi.“


Tengdar fréttir

Ghasem fær hæli á Íslandi

Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×