Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var hetja liðsins í sigrinum á Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gerrard skoraði sigurmarkið og bjargaði síðan á marklínu á lokakaflanum.
„Ég er mjög ánægður með að skora út vítinu en björgun mín á marklínunni vann líklega fyrir okkur leikinn," sagði Steven Gerrard við BBC. Liverpool lenti 0-1 undir í leiknum en tryggði sér sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
„Stjórinn sagði okkur í hálfleik að taka meiri áhættu í okkar leik og hafa meiri trú. Stundum fara menn að vorkenna sjálfum sér efrir að þeir lenda undir en við brettum upp ermarnar," sagði Gerrard.
„Við viljum ekki láta tímabilið líða út því við ætlum að reyna að ná fimmta eða sjötta sætinu," sagði Gerrard.
Gerrard: Ætlum að reyna að ná fimmta eða sjötta sætinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn





Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“
Körfubolti