Enski boltinn

Gerir kröfur um sól í London ef hann á að skrifa undir hjá Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Radja Nainggolan í leik með Rómverjum.
Radja Nainggolan í leik með Rómverjum. vísir/getty
Radja Nainggolan, belgíski miðjumaður Roma, segist vera tilbúinn að skoða möguleikann á að skrifa undir hjá Chelsea ef veðrið batni í höfuðborg Bretlands.

Nainggolan hefur lengi vel verið orðaður við Chelsea en hann sagðist fyrr í vikunni ekki vera á förum frá Róm.

Þrátt fyrir það segist hann vera búinn að ræða við Antonio Conte sem þjálfaði áður ítalska landsliðið og þar áður ítalska meistaralið Juventus.

 „Ég hef rætt þetta við hann, þeir voru mjög áhugasamir um að bæta mér við leikmannahópinn, það er allt og sumt. Ég fylgist vel með ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Nainggolan og bætti við:

 „Margir af félögum mínum úr landsliðinu spila þar og þetta er ein sterkasta deild heimsins. Þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný munum við skoða þetta á ný,“ sagði hann sem var með einfaldar kröfur:

„Ef það verður alltaf sól í London skal ég skrifa undir strax.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×