Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir 250 milljóna króna hagnaði hjá Vodafone

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vodafone hefur fengið alþjóðlega ISO vottun um upplýsingaöryggi.
Vodafone hefur fengið alþjóðlega ISO vottun um upplýsingaöryggi. Vísir/Vilhelm
IFS greining gerir ráð fyrir að hagnaður Vodafone á Íslandi sé 250 milljónir króna á öðrum fjórðungi eftir skatta og að EBITDA verði 800 milljónir króna. Velta félagsins sé 3,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í afkomuspá sem IFS birti á föstudaginn.

Fyrir árið er spá IFS nú um 13,5 milljarða króna velta, 3,2 milljarða króna EBITDA og um 960 milljóna króna nettóhagnaður. Skipt var um forstjóra á öðrum fjórðungi, þegar Stefán Sigurðsson tók við af Ómar Svavarssyni, og félagið hefur nú fengið alþjóðlega ISO vottun um upplýsingaöryggi.

Uppgjör Vodafone verður birt á miðvikudaginn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×