Erlent

George Bush eldri lagður inn á sjúkrahús

Kjartan Kjartansson skrifar
Bush eldri lagðist einnig inn á sjúkrahús eftir að kona hans lést í síðasta mánuði.
Bush eldri lagðist einnig inn á sjúkrahús eftir að kona hans lést í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Fjölskylda George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna lágs blóðþrýstings og þreytu í dag. Bush er 93 ára gamall og missti nýverið eiginkonu sína Barböru.

Talið er líklegt að Bush, sem er elsti núlifandi fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði undir eftirliti á sjúkrahúsi í Maine í nokkra daga, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bush var einnig lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar sem barst út í blóð hans í síðasta mánuði, degi eftir að eiginkona hans til 73 ára lést. Dvaldi hann þá í tvær vikur á sjúkrahúsi í Texas.

Bush var Bandaríkjaforseti frá 1989 til 1993. Hann er faðir George W. Bush sem var gegndi embætti forseta frá 2001 til 2009.


Tengdar fréttir

Barbara Bush látin

Bush var eiginkona 41. forseta Bandaríkjanna og móðir þess 43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×