Gengið framhjá hagsmunum almennings í samningum við þrotabú föllnu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2015 13:46 Talsmenn Indefence segjast ekki sannfærðir um að gætt sé að hagsmunum almennings í væntanlegum samningum við þrotabú föllnu bankanna. vísir/arnþór Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings. Gjaldeyrishöft Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings.
Gjaldeyrishöft Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira