Innlent

Gefa leyfi fyrir vatnsrennibraut niður Bankastrætið

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Pjetur
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að veita leyfi fyrir vatnsrennibrautarpartýi niður Bankastrætið 2. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í dagbók borgarstjóra en þar kemur fram að það er fjarskiptafyrirtækið Nova og samstarfsaðilar sem munu standa fyrir þessu teiti.

„Nú er bara að vona að Veðurstofan spili með,“ segir Dagur B. Eggertsson í dagbókinni  en þar kemur einnig fram að borgarstjórn ræddi á þriðjudag drög að loftlagsstefnu Reykjavíkur á þriðjudag.

Dagur segir þetta vera metnaðarfulla og framsækna stefnu sem svipar til loftlagsstefnu annarra framsækna borga sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsategunda.

„Helsta atriði stefnunnar er kolefnishlutleysi árið 2040 með aðgerðaráætlun þar um. Reykjavík hefur góðan grunn. En allt okkar rafmagn er framleitt og öll hitaveitan starfar án þess að losa gróðurhúsalofttegundir nema að litlu leyti. Stærstu skrefin til framtíðar þarf að taka í samgöngumálum með öflugri almenningssamgöngum, auknum hjólreiðum og ekki síst fjölgun rafmagnsbíla,“ segir Dagur en drögin að stefnunni má sjá hér og verða þau á dagskrá borgarráðs næsta fimmtudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×