Handbolti

Gaupi í HM-kvöldi: Þetta er munurinn á Fokker 50 og Boeing

Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, segir að það hafi verið himinn og haf á milli íslenska og danska landsliðsins í kvöld.

„Sóknarleikurinn var kraftlítill og hægur. Hann var óagaður. Tókum slæmar ákvarðanir í sókninni. Við vorum skelfilegir í vörninni," sagði Guðjón Guðmundsson en hann var eðlilega ekki hrifinn af leik íslenska liðsins.

„Danir sóttu stöðugt inn á miðsvæðið hjá okkur og létu línumenn sína liggja breitt. Guðmundur var búinn að lesa þetta fyrir leikinn og þeir löbbuðu hreinlega í gegnum okkur. Við fáum á okkur sex hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og í raun var þessi leikur búinn eftir sjö mínútur, því miður.

„Mér fannst íslenska liðið andlaust. Mér fannst vanta alla stemningu allt mótið og menn geta síðan spurt sig hvað sé að. Það er ekki eðlilegt hvernig liðið byrjar í þessum leikjum.

„Ég tek ekkert af danska liðinu en þetta er kannski munurinn á Fokker 50 og Boeing. Fokker 50 er fín vél en ég held að hin sé betri."

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×