Gasmælingar aukast við Heklu Freyr Bjarnason skrifar 20. mars 2014 07:00 Gasmælirinn frá Veðurstofunni er inni í þessum litla kofa sem var reistur uppi á Heklu. Mynd/Veðurstofa Íslands Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu. „Kvika í eldfjöllum losar venjulega eitthvað gas og eitt af því sem menn gera þegar eldfjöll eru vöktuð er að mæla gasútstreymi frá eldfjöllum. Það gefur upplýsingar um dýpi og eðli kvikunnar og getur gefið upplýsingar sem skjálftamælar og GPS-mælar gefa ekki,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en stöðug þensla hefur verið umhverfis Heklu síðan mælingar hófust. Aðspurður segir hann að kerfisbundnar gasmælingar í kringum íslensk eldfjöll hafi lítið sem ekkert verið stundaðar í gegnum árin. „Það er frekar erfitt að mæla gas og nota gasmæla sem vöktunartæki á Íslandi. Það eru ýmis ljón í veginum fyrir því, meðal annars veðurfarsleg, en menn hafa verið að fikra sig í þessa átt.“ Mælitækjum í kringum Heklu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, þar á meðal jarðskjálfta- og GPS-mælum. „Mikilvægasta viðbótin er kannski sú að það er orðið talsvert þétt net af GPS-mælum,“ segir Benedikt, en GPS-stöðvarnar sem vakta Heklu eru tíu talsins. Skjálftamælar í kringum Heklu eru þrír en gasmælirinn einn. „Við erum búnir að vera viðbúnir Heklugosi í talsvert mörg ár. Þetta endar í gosi, spurningin er hvenær. Það er ekki sjálfgefið að það verði á næstu árum en það er það sem við gerum ráð fyrir og búumst við.“ Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu. „Kvika í eldfjöllum losar venjulega eitthvað gas og eitt af því sem menn gera þegar eldfjöll eru vöktuð er að mæla gasútstreymi frá eldfjöllum. Það gefur upplýsingar um dýpi og eðli kvikunnar og getur gefið upplýsingar sem skjálftamælar og GPS-mælar gefa ekki,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en stöðug þensla hefur verið umhverfis Heklu síðan mælingar hófust. Aðspurður segir hann að kerfisbundnar gasmælingar í kringum íslensk eldfjöll hafi lítið sem ekkert verið stundaðar í gegnum árin. „Það er frekar erfitt að mæla gas og nota gasmæla sem vöktunartæki á Íslandi. Það eru ýmis ljón í veginum fyrir því, meðal annars veðurfarsleg, en menn hafa verið að fikra sig í þessa átt.“ Mælitækjum í kringum Heklu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, þar á meðal jarðskjálfta- og GPS-mælum. „Mikilvægasta viðbótin er kannski sú að það er orðið talsvert þétt net af GPS-mælum,“ segir Benedikt, en GPS-stöðvarnar sem vakta Heklu eru tíu talsins. Skjálftamælar í kringum Heklu eru þrír en gasmælirinn einn. „Við erum búnir að vera viðbúnir Heklugosi í talsvert mörg ár. Þetta endar í gosi, spurningin er hvenær. Það er ekki sjálfgefið að það verði á næstu árum en það er það sem við gerum ráð fyrir og búumst við.“
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira