Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti 28. desember 2011 06:00 Gaskútur Mikilvægt er að breiða yfir gaskúta sem geymdir eru utandyra í frostinu. Annars er hætta á að vatn smjúgi inn í þrýstiminnkarann í gaskútnum og frjósi, sem getur eyðilagt þrýstiminnkarann.Fréttablaðið/Pjetur „Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira
„Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira