Viðskipti erlent

Galaxy S III er snjallsími ársins

Samsung Galaxy S III
Samsung Galaxy S III mynd/Samsung
Tævanski raftækjaframleiðandinn ASUS vann til fimm verðlauna á T3 tæknihátíðinni sem fór fram í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá öllum helstu tæknifyrirtækjum veraldar voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna.

Meðal annars hreppti ASUS verðlaun fyrir raftæki ársins og það fyrir Google Nexus 7 spjaldtölvuna — hún var einnig valin spjaldtölva ársins.

T3 er tækniráðstefna þar sem helstu frumkvöðlar á sviði tækni og nýsköpunar eru heiðraðir.

Google Nexus 7 var valin spjaldtölva ársins 2012.mynd/AFP
Það vakti mikla athygli að tæknirisarnir tveir, Apple og Samsung, unnu aðeins ein verðlaun hvor. Fyrirtækin voru tilnefnd í tíu flokkum.

Flaggskip Samsung, Galaxy S III, sigraði þannig snjallsíma Apple, iPhone 4S, og var hann valinn snjallsími ársins 2012.

Einu verðlaun Apple á hátíðinni voru fyrir vinnutæki ársins en það var iPhone 4S sem sigraði í þeim flokki.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×