Gagnrýnir vinnubrögð EasyJet: Sat inni í vél í tíu klukkustundir Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2015 14:49 Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni. Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni.
Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19