Gagnrýna aðbúnað og slátrun loðdýra 23. apríl 2011 08:00 Minkur Hér á landi eru 22 loðdýrabú. Undanfarin ár hefur verð á skinnum hækkað mikið og afkoma í greininni er afar góð um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira