Gagnrýna aðbúnað og slátrun loðdýra 23. apríl 2011 08:00 Minkur Hér á landi eru 22 loðdýrabú. Undanfarin ár hefur verð á skinnum hækkað mikið og afkoma í greininni er afar góð um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira