Gagnrýna aðbúnað og slátrun loðdýra 23. apríl 2011 08:00 Minkur Hér á landi eru 22 loðdýrabú. Undanfarin ár hefur verð á skinnum hækkað mikið og afkoma í greininni er afar góð um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira