Erlent

Gæti verið frá sautjándu öld

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á bakka árinnar Signu mátti í gær berja augum úthöggvinn steinklump sem lögregla bjargaði af botni árinnar nærri elstu brúnni sem yfir hana liggur, Pont Neuf. Kafari uppgötvaði höggmyndina í september.
Á bakka árinnar Signu mátti í gær berja augum úthöggvinn steinklump sem lögregla bjargaði af botni árinnar nærri elstu brúnni sem yfir hana liggur, Pont Neuf. Kafari uppgötvaði höggmyndina í september. Fréttablaðið/AP
Yfirvöld í Frakklandi hafa á botni Signu fundið dularfulla höggmynd sem kann að hafa legið þar öldum saman.

Í gærkvöld hífði vatnalögreglan í París 60 sinnum 90 sentímetra stóra steinhöggmynd upp úr ánni undir elstu brú Parísar, Pont Neuf. Kafari rakst fyrst á höggmyndina í september.

Hvorki liggur fyrir aldur höggmyndarinnar né uppruni, eða hve lengi hún hefur legið í ánni. Þó er talið að hér geti verið um að ræða úthöggvinn stein sem fallið hafi úr stoðum upprunalegu brúarinnar.

Byggingu Pont Neuf, sem á frönsku þýðir „nýja brú“, var lokið árið 1607 og hún skreytt verkum myndhöggvarans Germain Pilon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×