Innlent

Gæti teygst í tvo til þrjá daga

Snjóbíllinn við rætur Skálafellsjökuls klukkan 16 í gær.
Snjóbíllinn við rætur Skálafellsjökuls klukkan 16 í gær.
Boli, snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, hélt í leiðangur á Vatnajökul um sjöleytið í gærkvöldi með fjóra jarðvísindamenn frá Raunvísindastofnun Háskólans. Ætlunin var að kanna aðstæður og taka sýni í námunda við gosið. Gunnar Kr. Björgvinsson úr hjálparsveitinni sagði aðstæður þokkalegar nálægt gosstöðvum. Það velti á aðstæðum hversu lengi leiðangursmenn yrðu á jöklinum, en það gæti mögulega teygst upp í tvo til þrjá daga.- kg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×