Innlent

Gæsluvarðhaldskröfu hafnað en úrskurðaður í farbann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald. Vísir/Hari
Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðislega áreitni gegn börnum, vörslu á barnaklámi og blygðunarsemisbrot hefur verið úrskurðaður í farbann.

Gæsluvarðhald yfir manninum rann út á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn er hins vegar í farbanni en ekki fengust upplýsingar hjá lögreglunni varðandi það hvort úrskurður héraðsdóms hefði verið kærður til Hæstaréttar þegar Vísir leitaði eftir því. Fyrst var greint frá farbannsúrskurðinum á vef RÚV.

Fjöldi kæra er á borði lögreglunnar á Suðurnesjum vegna mannsins. Hann er grunaður um að hafa haldið úti vefsíðu en á henni voru tugir mynda af stúlkum undir lögaldri en hann sagðist gera umræddar stúlkur út í fylgdarþjónustu. Ef ýtt var á mynd af stúlku opnaðist nýr gluggi sem innihélt gróft klám. Síðunni hefur nú verið lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×