Innlent

Gæsluvarðhald staðfest yfir manni sem grunaður er um aðild að stunguárás

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Var handtekinn á vettvangi árásarinnar með blóð á fötunum.
Var handtekinn á vettvangi árásarinnar með blóð á fötunum. Vísir/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að sérstaklega alvarlega líkamsárás. Maðurinn fannst bak við hurð í íbúð í sama húsi og árásin átti sér stað en bróðir mannsins var handtekinn vegna sama máls.



Í greinargerð lögreglunnar segir að aðfaranótt 26. febrúar hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu í Reykjavík vegna hnífstungu. Í tilkynningunni kom fram að á staðnum væru menn vopnaðir skotvopnum.



Þegar lögregla kom á staðinn kom hún að blóðugum manni sitjandi í sófa og að annar maður hafi staðið yfir honum með hníf. Sá sagðist aðeins vera að hjálpa og að þeir sem hefðu ráðist á manninn væru farnir. Fórnarlambið sagði hinsvegar manninn hafa ráðist á sig og var hann í kjölfarið handtekinn.



Við skoðun hafi komið í ljós að maðurinn hafi verið blóðugur á höndunum og að hann hafi verið með tómt hnífahulstur í belti



Bróðir þess sem handtekinn var, sá er kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn, fannst svo bak við hurð í annari íbúð í húsinu en fatnaður hans var blóðugur. Hann var handtekinn í kjölfarið. Lögreglan segist hafa gert tilraun til að yfirheyra hann daginn eftir, án árangurs vegna ástands mannsins.



Samkvæmt áverkavottorði fórnarlambs árásarinnar var hann nefbrotinn og mikið skorinn í andliti. Hann var meðal annars með 18 cm langan skurð í andlitinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×