Fleiri fréttir

Fjölgar starfsfólki og hrósar ríkisstjórninni

Nox Medical auglýsir nú eftir fólki til starfa vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Hagstæðari rekstrarskilyrði í kjölfar breytinga á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki skipta þar sköpum og eru þessar breytingar hvati til vaxtar að sögn forstjóra fyrirtækisins.

Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu

Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi.

Helga og Sveinn til Orkídeu

Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu.

Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar þar sem griðungur, gammur, dreki og bergrisi, landvættirnar fjórar, voru í forgrunni.

Baader kaupir Skagann 3X

Baader hefur gengið frá samningum um kaup á meirihluta í Skaganum 3X. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskiptin eru háð venjubundnum fyrirvörum um samþykki opinberra aðila. Ráðgert er að þeim fyrirvörum verði aflétt í ársbyrjun 2021.

Verðbólgan eykst enn

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 3,6% samkvæmt nýjum útreikningum Hagstofu Íslands.

Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada

Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að rannsóknaleyfi fyrir gull- og koparleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi.

Bændasamtökin loka Hótel Sögu

Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim.

Björn Ingi segir enga kröfu um gjald­þrota­skipti hafa borist

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti Viljanum, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á Útgáfufélagi Viljans hafa borist. Þrátt fyrir það er fyrirtaka um beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um gjaldþrotaskipti á dagskrá í héraði.

43 milljónir króna í sekt fyrir 15 milljóna króna skattsvik

Tæplega fimmtug kona hefur verið dæmt til greiðslu 43 milljóna króna sektar og í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á skattalögum. Ávinningur konunar var á fimmtándu milljón króna en sekt hennar þreföld hærri.

Lögregla rannsakar netsölu hjá brugghúsinu Steðja

Lögreglan á Vesturlandi hefur hafið rannsókn bjórsölu sem eigandi brugghússins Steðja í Borgarfirði stendur að en hann hefur sett upp netverslun þar sem átta tegundir bjórs eru til sölu.

Fallist á endurupptöku í BK-málinu

Endurupptökunefnd hefur fallist á beiðni Magnúsar Arnars Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í svokölluðu BK-máli í Hæstarétti árið 2015 verði endurupptekinn.

Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent

Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“

Vextir á lánum hækka hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum. Arion banki segist skoða að breyta vöxtum og Landsbankinn metur stöðuna sömuleiðis.

Innkalla 24 Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Mercedes-Benz A-Class.

World Class hagnaðist um 562 milljónir í fyrra

Líkamsræktarstöðin World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn nemur um 80 prósentum af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi, World Class, Hreyfingar, Reebok Fitness, Sporthússins og CrossFit Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir