Fleiri fréttir

Vörur hrundu úr hillum þegar jarð­skjálftinn reið yfir

Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.

Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta

„Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð.

„Það venst ekkert að upp­lifa þessa stóru skjálfta“

Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir.

„Auknar líkur á eldgosi“

Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki.

„Með því sterkara sem hefur fundist“

„Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.

Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“

Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“.

Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum

Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði

100 milljóna króna göngu og hjólastígur

Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið.

Co­vid-tölur gær­dagsins „gleði­legar“

Tölur um fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi eru „gleðilegar“ að sögn samskiptastjóra almannavarna. Almannavarnir veita ekki upplýsingar um tölur varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi um helgar.

Norðlendingar megi reikna með 10-15 stiga hita í vikunni

Miklum hitabreytingum er spáð með mildu lofti úr suðri sem kemur yfir landið í vikunni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að norðlendingar meigi reikna með allt að tíu til fimmtán stiga hita á fimmtudag.

Sprengisandur á Bylgjunni

Dómsmálaráðherra og þingkona Samfylkingarinnar ræða um jafnréttismál og dómskerfið í umræðuþættinum Sprengisandi beint eftir tíu fréttir á Bylgjunni í dag.

Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar

Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið.

Töluvert um ölvun í höfuðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum.

Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð

Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt.

Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum

Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri.

„Hraust­leg endur­nýjun“ á lista Pírata

Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju.

Rúm­lega 1900 skjálftar hafa mælst frá mið­nætti

Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili.

Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki.

Fólk varað við að nálgast hvalinn

Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar.

Njáll Trausti vill leiða Sjálf­stæðis­flokkinn

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook.

Úr­slita­ein­vígið í Ís­lands­bikarnum hafið

Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák.

Snjóbíll björgunarsveitar fór niður um ís á hálendinu

Engan sakaði þegar snjóbíll frá Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík sem var æfingarferð fór niður um ís nálægt Landmannalaugum snemma í morgun. Unnið er að því að koma bílnum aftur upp á fast land. Varhugarverðar aðstæður eru nú á hálendingu vegna hlákutíðar undanfarið.

Ekki hægt að opna gamla Suður­strandar­veg að fullu vegna grjót­hruns­hættu

Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni.

Blús og rokkhátíð á Höfn

Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu.

Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesskaga og nýjustu upplýsingar um hvort gos kunni að hefjast á svæðinu. Rætt verður við sérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem greinir frá nýjustu upplýsingum.

Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum

Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær.

Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag

Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum.

Ólöglega lagðir bílar töfðu för slökkviliðs

Áhöfn dælubíls slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Slökkviliðsbíll rakst einnig utan í annað bíl þegar hann var á leið í útkall. Báðar bifreiðar voru lagðar ólöglega.

Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi

Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum.

Kristján Þór ekki í framboð aftur

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Sjá næstu 50 fréttir