Innlent

Björgunar­skip kallað út vegna vélar­vana báts

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarskip hefur verið sent út frá Sandgerði. Myndin er úr safni.
Björgunarskip hefur verið sent út frá Sandgerði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerði var kallað út rétt fyrir klukkan 12 í dag vegna vélarvana fiskveiðibáts á Faxaflóa.

Áhöfn björgunarskipsins lagði af stað úr höfn 12:07 og er nú hálfnuð að bátnum sem staddur er rúmlega 20 sjómílur frá Sandgerði. Fjórir skipverjar eru um borð en engin slys eru á fólki, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×