Innlent

Co­vid-tölur gær­dagsins „gleði­legar“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tölur um framgang faraldursins hér á landi er ekki lengur að fá um helgar.
Tölur um framgang faraldursins hér á landi er ekki lengur að fá um helgar. Vísir/Vilhelm

Tölur um fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi eru „gleðilegar“ að sögn samskiptastjóra almannavarna. Almannavarnir veita ekki upplýsingar um tölur varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi um helgar.

Í gær var greint frá því að enginn hefði greinst með kórónuveiruna daginn áður, á föstudag. Almannavarnir eru hættar að uppfæra tölfræðihluta vefsíðu sinnar, covid.is, um helgar. Því hefur síðustu helgar ekki verið hægt að nálgast tölur yfir framgang faraldursins á vefsíðunni.

Fjölmiðlar hafa því brugðið á það ráð að senda fyrirspurnir á samskiptadeild almannavarna eða hringja eftir tölum um helgar.

Í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, við fyrirspurn fréttastofu í dag var þó litlar upplýsingar að fá, aðrar en að tölur dagsins væru „gleðilegar,“ og að tölur yrðu ekki uppfærðar um helgar.

„Næstu dagar verða áhugaverðir, þá sjáum við hvort það hefur tekist að ná utan um þetta allt,“ segir í svari Hjördísar, þar sem hún vísar væntanlega til hópsmits sem kom upp í síðustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×