Fleiri fréttir

Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga

"Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun.

Píratar vilja ekki rjúka í kosningar

Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn

Í beinni: Ríkisstjórnin fallin

Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn.

Sérfræðingar vita oftast minna en foreldrarnir

Hin þriggja ára gamla Fjóla Röfn er eina barnið á Íslandi sem greinst hefur með Wiederman-Steiner heilkennið. Einungis tveir sérfræðingar í heiminum hafa þekkingu á því. Alþjóðadagur heilkennisins er haldinn í fyrsta sinn í dag.

Kókaín og gras áfram vinsælt

Mest er verslað með gras, amfetamín og kókaín á ólöglegum fíkniefnamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ um mánaðarlega könnun á verðlagi á slíkum efnum sem gerð var á innrituðum sjúklingum á Vogi.

Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra

Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi.

Kemur í ljós hvort stjórn Hörpu skoðar mál Sigur Rósar

"Það kemur bara að því á næsta stjórnarfundi ef ástæða er til,“ segir Þórður Sverrisson, nýr stjórnarformaður Hörpu ohf., aðspurður hvort stjórnin muni óska eftir skýringum frá forstjóra um hvað leiddi til þess að tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni voru greiddir út tugir milljóna af miðasölu tónleika Sigur Rósar sem fram eiga að fara í desember.

Heimild til að selja Málmey

Í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra er að finna heimild ríkisins til þess að selja Skagfirðingum Málmey í Skagafirði. Fyrir á Skagafjörður Drangey og vill festa kaup á Málmey einnig.

Tvöfalt fleiri afplána nú með ökklaband

Að meðaltali sautján manns afplána dóma sína dag hvern undir rafrænu eftirliti. Fjöldinn hefur tekið stórt stökk frá því í fyrra. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir úrræðið nauðsynlegan lið í aðlögun fanga að samfélaginu.

Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum

Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð.

Sjá næstu 50 fréttir