Fleiri fréttir

Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn.

Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann

Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi.

Fjárlög næsta árs samþykkt

Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði.

Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms

Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta.

Litla hafpulsan hefur misst reisn sína

Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt.

Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann

Fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samning um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis.

Kuldaboli herðir tökin um helgina

Það verður frost um allt land um helgina ef marka má spákort Veðurstofu Íslands en eftir helgi á að hlýna strax aftur.

Allt að 19 mánaða bið til að greina einhverfu

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sinnir ekki lagaskyldu vegna fjársveltis. Á fjórða hundrað barna bíða eftir greiningu. Biðin vel á annað ár á mikilvægum tíma í þroska barna. Forstöðumaður segir um 200 milljónir vanta í reksturinn.

Marvin heitir Bára

Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn.

Fyrrverandi bæjarfulltrúi krefst milljóna

Borghildur Sölvey Sturludóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, krefur bæinn um rúmlega fjórar milljónir í skaðabætur vegna brottvikningar úr starfi.

Helmingur lýkur námi

Aðeins helmingur nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla á Grænlandi útskrifast, að sögn grænlenska útvarpsins.

Fastur á milli steins og sleggju

Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum.

Vilja slaka á móttökukröfum

Frakkar og Þjóðverjar leggja til að þau ríki Evrópusambandsins sem neita að taka á móti þeim fjölda flóttamanna sem kveðið er á um í samþykktum fái í staðinn að borga sig út úr samkomulaginu.

Enginn frestur fyrir May

Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta.

Assange hafnar samkomulaginu

Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir