Sport

Ekki nægur meiri­hluti fyrir breytingu á merki Þróttar

Atli Ísleifsson skrifar
Þróttur hefur verið með fimm merki síðan félagið var stofnað 1949. Sú útgáfa þess sem flestir þekkja hefur verið notuð frá 1980.
Þróttur hefur verið með fimm merki síðan félagið var stofnað 1949. Sú útgáfa þess sem flestir þekkja hefur verið notuð frá 1980. Þróttur

Ekki náðist nægur meirihluti fyrir því að gera breytingar á merki Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunni en ekki náðist aukinn meirihluti líkt og hefði þurft til. Merkið félagsins mun því haldast óbreytt.

Upphaflega stóð til að taka málið fyrir á aukaaðalfundi félagsins í apríl en málinu var frestað til aðalfundarins sem fram fór í Laugardal gær. Var það gert til að málið fengi meiri umræðu.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu um 55 prósent fundargesta svo atkvæði með breytingu á merki félagsins en 45 prósent greiddu atkvæði gegn tillögunni. Aukinn meirihluta, eða tveir þriðju, hefði þurft til að gera breytingar á merkinu.

Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu var lögð fram sáttatillaga sem fólst í málið yrði unnið frekar í nefnd eða vinnuhópi en sú tillaga var felld.

Í kynningu á tillögunni á nýja merkinu, sem birt var á heimasíðu Þróttar í vor, sagði að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist væri í hanna nýtt merki hafi verið að Þróttur gengi í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu hafi ekki verið stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess.

Þróttur hefur verið með fimm merki síðan félagið var stofnað 1949. Sú útgáfa þess sem flestir þekkja hefur verið notuð frá 1980 og er Gunnar Baldursson hönnuður þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×