Lífið

Söngskóli Sigurðar Demetz með Oklahoma í Borgar­leik­húsinu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
438162216_18252867274223986_6427645136223578359_n
Borgarleikhúsið

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir kúrekasöngleikinn víðfræga Oklahoma, miðvikudaginn 8. maí á nýja sviði Borgarleikhússins.

„Söngleikur þeirra Richard Rodgers og Oscar Hammerstein naut strax í upphafi griðarlegra vinsælda og óhætt er að segja að hann teljist í dag sígildur með sínu dúndrandi hressu lögum, gríni og dunandi dansi,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu:

„Nýleg endurhugsun á verkinu hefur farið sem eldur um sinu um hinn alþjóðlega söngleikjaheim. Fróðlegt verður að sjá áherslur á verkinu árið 2024 hjá okkar fólki söngleikurinn Oklahoma á erindi til allra aldurshópa.“

Leikstjóri sýningar SSD er Orri Huginn Ágústsson, tónlistarstjóri Ingvar Alfreðsson og danshöfundur Viktoría Sigurðardóttir Stefaníudóttir. Stjórnandi deildarinnar er Þór Breiðfjörð og þar kenna auk ofangreindra Jana María Guðmundsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir.

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er sú elsta fyrir fullorðna (16 ára og eldri) á landinu og hefur vakið mikla athygli með sýningum undanfarinn rúman áratug. Nemendur hafa farið áfram inn í marga virtustu háskóla í leiklist og söngleikjum erlendis og hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×