Innlent

Kol­beinn Sig­þórs­son á­kærður fyrir brot gegn barn­ungri stúlku

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta.
Kolbeinn Sigþórsson er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta. VÍSIR/GETTY

Kolbeinn Sigþórsson hefur verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn neitar sök, en meint brot á að hafa verið framið í júní fyrir tveimur árum.

RÚV greinir frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að Héraðssaksóknari hafi gefið út ákæruna í janúar síðastliðnum og að málið hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í lok þess mánaðar.

Honum er gefið að sök að hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni. 

Fram kemur að móðir stúlkunnar krefjist þess fyrir hönd dóttur sinnar að Kolbeinn greiði henni þrjár milljónir í miskabætur.

Kolbeinn Sigþórsson var landsliðsmaður í fótbolta, en hann lék 64 leiki fyrir landsliðið að baki og skoraði 26 mörk. 

Hann hefur áður verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Það á að hafa átt sér stað haustið 2017 og var það mál útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Kolbeinn neitaði líka sök í því máli.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×