Innlent

Morð­rann­sókn á Akur­eyri og sundgestir í upp­námi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Kona fannst látin í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri á fimmta í nótt og grunur er um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Heimir Már Pétursson rýnir í kannanir og ræðir við þær Ásdísi Rán og Hörpu Þórisdóttur í beinni en þær hafa staðið í ströngu við að safna undirskriftum til þess að blanda sér í baráttuna.

Öryrkjar munu hafa meira svigrúm til að afla sér tekna án þess að lífeyrir verði skertur nái frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga. Við förum yfir málið og ræðum við varaformann ÖBÍ. Þá kíkjum við í sundhöllina þar sem fastagestir mótmæla fyrirhuguðum breytingum og verðum í beinni frá fargufunni á Ægissíðu og heyrum í þeim sem nýta sumar og hækkandi sól í sundsprett í sjónum.

Í sportinu hittum við Gunnhildi Yrsu sem er barnshafandi eftir langt ferli og í Íslandi í dag heyrum við sögu Örnu Ýrar af heimafæðingu og sjáum myndbönd af öllu ferlinu.

Þetta og fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×