Innlent

Einn með exi á lofti og þrír hand­teknir vegna líkams­á­rásar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna átaka í nótt.
Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna átaka í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningí gærkvöldi eða nótt um einstakling með „exi á lofti“ í miðborginni. Málið var afgreitt af lögreglu, segir í yfirliti yfir verkefni næturinnar.

Lögregla var einnig kölluð til vegna „heimilisófriðar“ í póstnúmerinu 102 og var einn vistaður í fangageymslu. Þá voru þrír handteknir vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 113.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um slagsmál á skemmtistað, ölvaðan einstakling á hóteli og innbrot í bifreið í miðborginni. Þá var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi á hóteli í póstnúmerinu 105 og var sá vistaður í fangageymslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×