Innlent

Um tvö hundruð fengið að­­stoð við að minnka lyfja­­notkun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigríður Pálína Arnardóttir er eigandi Reykjanesapóteks.
Sigríður Pálína Arnardóttir er eigandi Reykjanesapóteks. Vísir/Einar

Yfir tvö hundruð manns hafa fengið aðstoð hjá Reykjanesapóteki við að minnka lyfjaskammta, meðal annars á ávanabindandi lyfjum. Eigandi apóteksins segir mikilvægt að taka réttan skammt af lyfjum.

Tilraunaverkefnið Lyfjastoð hófst fyrir tilstillan Sigríðar Pálínu Arnardóttur, eiganda Reykjanesapóteks, árið 2022. Markmiðið er veita aðstoð í viðhaldsmeðferð og draga úr neyslu lyfja. Einstaklingar fá aðstoð við að minnka skammtana sem þeir nota af lyfjum, meðal annars af ávanabindandi lyfjum.

„Þá rýnum við meira í hlutina. Fólk fer til læknis til að fá sjúkdómsgreininguna og svo getum við rýnt meira í efnafræðina á bak við lyfjanotkunina. Þá stöldrum við aðeins við og skoðum hvernig fólk tekur lyfin sín inn,“ segir Sigríður Pálína. 

Verkefnið hefur skaðaminnkandi áhrif enda mikilvægt að taka lyf rétt inn. Fólk fer í sérstakt viðtalsrými innan apóteksins þar sem rýnt er í skammtana sem það tekur.

„Það kemur fyrir að fólk er að taka inn lyf sem það þarf ekki að taka. Svo getur einstaklingur verið að taka inn lyf við aukaverkunum í staðinn fyrir að geta breytt lyfjameðferðinni. En þetta þarf að gera allt mjög varlega og faglega,“ segir Sigríður Pálína. 

Yfir tvö hundruð manns hafa farið í viðtal til að fá aðstoð.

„Verkefnið hefur breytt úr sér. Við byrjum á þremur lyfjaflokkum en auðvitað er hægt að koma með öll lyf. Allir geta komið á öllum aldri, fullorðnir og börn, og við getum skoðað lyfjanotkunina,“ segir Sigríður Pálína. 

Klippa: Hjálpar fólki að taka inn minna af lyfjum

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×