Fótbolti

„Sem fyrrum sóknar­maður er ég mjög sáttur með varnar­leikinn“

Dagur Lárusson skrifar
Pétur á hliðarlínunni.
Pétur á hliðarlínunni. Vísir/Diego

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Þór/KA í fyrsta leik Bestu deildar kvenna í dag.

„Það er allaveganna besta að byrja alltaf á sigri, það er alveg ljóst. En á móti kemur að það er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA og þess vegna er ég einfaldlega bara sáttur að hafa unnið leikinn. Það er alltaf stress fyrir fyrsta leik en við réðum vel við það,“ byrjaði Pétur að segja.

Pétur segist vera ánægðastur með varnarleikinn og jafnvægið á liðinu.

„Mér fannst jafnvægið á liðinu vera mjög gott og varnarleikurinn var frábær. Sem gamall sóknarmaður þá var ég mjög sáttur með varnarleikinn. Stelpurnar voru mjög duglegar og allt jafnvægi í liðinu var til fyrirmyndar,“ hélt Pétur áfram að segja.

Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í leiknum en Pétur var spurður út í hennar frammistöðu.

„Það er auðvitað frábært að vera með svona leikmann í sínu liði, sem og alla hina leikmennina, þær stóðu sig allar mjög vel í dag,“ endaði Pétur Pétursson á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×