Innlent

Gleymdi pitsu í ofninum og slökkvi­liðið mætti

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði málunum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði málunum. Vísir/Vilhelm

Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina.

Þetta segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá tilkynningu um vatnstjón á veitingastað í Hafnarfirði, þar sem heitt vatn hafði runnið úr krana í eldhúsi og valdið skemmdum. Lögregla hafi sinnt útkallinu ásamt slökkviliði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×