Lífið

Lit­fögur listamannaíbúð í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Linda og Rúnar réðust í heljarinnar framkvæmdir á eigninni þar sem hún var nánast upprunaleg.
Linda og Rúnar réðust í heljarinnar framkvæmdir á eigninni þar sem hún var nánast upprunaleg. Fasteignaljósmyndun

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa sett sjarmerandi og endurnýjaða hæð við Barmahlíð á sölu. 

Húsið var byggt árið 1948 og fær stíll þess tíma að njóta sín áfram á nýstárlegan máta.

Linda og Rúnar festu kaup á eigninni árið 2017, þá í upprunalegu ástandi. Hjónin réðust í heljarinnar framkvæmdir og er útkoman hreint út sagt stórkostleg. Heimilið er umvafið ljósri og mjúkri litapallettu sem skapar notalega stemningu. 

Ásett verð fyrir eignina er 104 milljónir.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Eignin sem um ræðir er 139 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu og rúmgóðu rými með fiskibeinaparket á gólfi.

Auk þess gefa skrautlistar á veggjum, rósettur í loftum og sérsmíðaðar hurðir eigninni mikinn glæsibrag.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Sindri Sindrason leit við hjá Lindu í þættinum Heimsókn í byrjun febrúar síðastliðinn. Í þættinum má sjá hvernig eignin leit út fyrir breytingar þar sem allt var nánast upprunalegt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×