Viðskipti innlent

Inn­kalla kjúk­ling vegna gruns um salmonellu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Upp hefur komið grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi hér á landi.
Upp hefur komið grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi hér á landi. Getty/Olena Ruban

Matfugl ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að grunur sé um salmonellusmit í ferskum kjúkling frá þeim í nokkrum framleiðslulotum. Frekari rannsókna er þörf en þau telja samt rétt að innkalla vöruna.

Vakin er athygli á því að kjúklingurinn er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum um eldun kjúklinga, eldi kjúklinginn í gegn og þar fram eftir götunum.

Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:

Fréttatilkynning

Komið hefur upp grunur um salmonellu smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 011-24-10-3-64.

Vöruheiti: Ali, Bónus, FK

Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ

·Lotunúmer: 011-24-10-3-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar, kryddlegnar bringur), pökkunardagur 09.04.2024 - 11.04.2024

·Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaup

Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins er unnið að innköllun vörunar.

Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum um eldun kjúklinga, sem finna má á umbúðum, steiki kjúklinginn í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

ATH innköllunin á eingöngu við um kjúkling með þessum tilteknu rekjanleikanúmerum.

Mosfellsbær, 15.04.2024.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×