Körfubolti

„Eðli­legt að þær skíti að­eins í heyið“

Dagur Lárusson skrifar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Hauka nú 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Arnar talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti.

„Mér fannst við vera að horfa á sama leik og fyrir þremur dögum síðan,“ sagði Arnar og hélt áfram að greina leikinn eins og hann sá hann.

„Við hentum boltanum alltof mikið frá okkur gegn Keiru (Robinson, leikmanni Hauka) á tímabili en síðan vorum við líka svolítið að klúðra hinum megin. Það voru til dæmis tveir boltar sem við gripum ekki líka, þannig það var eitt og annað sem gerði það að verkum að við áttum erfitt uppdráttar á þessu tímabili í leiknum.“

„Það er samt eðlilegt að svona lagað komi þessum stelpum úr jafnvægi. Þetta eru allt stelpur á fyrsta ári í framhaldsskóla og eru að keppa í úrslitakeppni í efstu deild gegn mjög góðum leikmönnum. Það er því eðlilegt að þær skíti aðeins í heyið.“

Einvígi Stjörnunnar og Hauka er nú jafnt og verður áfram fylgst með leikjum liðanna í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×