Innlent

Starfs­maður á skemmti­stað grunaður um líkams­á­rás

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Nokkuð var um útköll tengd ölvun, ólátum og slagsmálum í nótt.
Nokkuð var um útköll tengd ölvun, ólátum og slagsmálum í nótt. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar um líðan þess sem varð fyrir árásinni liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Tilkynnt var um aðra líkamsárás í miðbænum en ekki var gerð nánari grein fyrir henni í dagbókinni.

Þá var tilkynnt um mann sem veittist að öðrum með hníf í hverfi 105. Sá var handtekinn, grunaður um hótanir og vopnalagabrot.

Umferðarslys varð í Kópavogi þar sem minniháttar slys urðu á fólki. Önnur útköll lögreglu voru að mestu tengd ölvun, ólátum og slagsmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×