Viðskipti innlent

KEA selur hlut sinn í Slippnum

Atli Ísleifsson skrifar
Slippurinn á Akureyri.
Slippurinn á Akureyri. Slippurinn

KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið.

Greint er frá sölunni á heimasíðu KEA þar sem segir að KEA hafi verið hluthafi í Slippnum allt frá þeim tíma þegar það var endurreist á árinu 2005.

„Sala þessi er hluti af þeim áherslum KEA að fækka verkefnum en um leið að stækka þau verkefni sem félagið heldur á hverju sinni,“ segir á vef KEA.

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. er í eigu tveggja stofnenda Samherja hf. og fjölskyldna þeirra. Árið 2022 tók félagið yfir eignir Samherja sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins.

Slippurinn Akureyri rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Þá rekur fyrirtækið ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og lagerverslun með varahlutum og verkfærum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×