Innlent

Á­varpaði þjóðina vegna „breyttrar stöðu“

Árni Sæberg skrifar
Ástþór er í framboði.
Ástþór er í framboði.

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og bílainnflytjandi, birti ávarp á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hann sagði styrjöld hafna milli Íslands og Rússlands. Hann segist hafa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 varað við að slíkt væri yfirvofandi.

Ástþór hafði fyrr í dag tilkynnt að hann myndi ávarpa þjóðina „vegna þeirra straumhvarfa og breytinga sem [hafi] átt sér stað í dag varðandi forsetakosningar,“ sagði Ástþór.

Í ávarpinu sagði hann þá styrjöldina milli Íslands og Rússlands vera hafna og búið væri að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu. „Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð. Ekki eitt einasta orð. Ekki einn einasti fundur. Ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að einungis er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur.“

Hann sagði aðeins tvo valkosti vera í boði í forsetakosningunum framundan – stríð eða frið.

Í lok myndbandsins birtir Ástþór svo tölvugerðar myndir þar sem sprengju er varpað úr lofti á Ísland.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Sver af sér rætna herferð gegn Baldri

Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×