Viðskipti innlent

Í beinni: Mál­þing um mikil­vægi kvenna í orku­málum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Málþingið er um aðkomu kvenna að orkumálum.
Málþingið er um aðkomu kvenna að orkumálum. Vísir/Vilhelm

FKA Suðurnes og WIRE Kanada kynna viðburðinn: Empowering Connections: Iceland-Canada Women´s Cooperation in Leading the Charge in Green Renewable Energy.

FKA Suðurnes (Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum) og WIRE (konur í orkugeiranum í Kanada) kynna stoltar sameiginlegt málþing um mikilvægi kvenna í orkumálum. Málþingið verður haldin í Bergi, Hljómahöll og einnig á Zoom þann 9. apríl frá 14-16.

Fyrirlesarar skiptast í tvennt þar sem fjórar konur frá Kanada verða með erindi og fjórar konur frá Íslandi.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Kynnir – Guðný Birna Guðmundsdóttir, varaformaður FKA Suðurnes, stjórnarformaður HS Veitna og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Kynning frá FKA – Grace Achieng, stjórnarkona FKA og framkvæmdastjóri Gracelandic.

Kynning frá Wire – Maja Falvo, verkefnastjóri hjá WIRE International og markaðsstjóri hjá Competent Boards.

Sendiherra Kanada á Íslandi – Jeannette Menzies ávarpar viðburðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×