Innlent

Bjarni leiðir og Bjark­ey kemur ný inn

Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa
Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn.
Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld.

Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Bjarni verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið.

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi ríkisstjórnarflokkanna í Hörpu í dag. Upptöku af fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan:

Einnig var hægt að fylgjast með beinni textalýsingu í vaktinni hér fyrir neðan. 

Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×