Lífið

„Fjöl­skyldan stækkar og heimurinn hlær af hamingju“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Pétur Markan tók nýverið við keflinu sem bæjarstjóri Hveragerðis.
Pétur Markan tók nýverið við keflinu sem bæjarstjóri Hveragerðis. Margrét Lilja

Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis og eiginkona hans Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur eignuðust stúlku í vikunni. Pétur deilir gleðifregnunum í færslu á Facebook.

„Þarna eru þær, nýjustu mæðgur Íslands. Lítil stúlka komin í heiminn. Heilbrigð, hugrökk og falleg eins og mamma sín. Fjölskyldan stækkar og heimurinn hlær af hamingju,“ skrifar Pétur við fallega mynd af þeim mæðgum. Fyrir eiga hjónin þrjú börn.

Pétur hefur síðustu ár sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps auk þess sem hann starfaði sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu.

Hann hóf ferilinn sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar af krafti á dögunum. Þannig mætti hann svo gott sem strax á æfingu hjá karlakór Hveragerðisbæjar, þar sem honum var vel tekið. 


Tengdar fréttir

Eld­skírn að hitta karla­kórinn

Pétur G. Markan er að taka við bæjarstjórataumunum í Hveragerði. Það leggst vel í biskupsritarann sem segja má að sé með Guð í farteskinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×