Innlent

Vigdís Häsler hætt hjá Bændasamtökunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vigdís Hasler er hætt sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís Hasler er hætt sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bændasamtök Íslands

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Vigdís hefur sinnt starfinu síðastliðin þrjú ár en hún segist skilja stolt við starfið.

Frá þessu greinir Vigdís í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Hún segir starfið hafa verið skemmtilegt og gefandi og að nú séu samtökin orðin að sterku hagsmunaafli sem vinnur í þágu bænda. 

„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,“ segir í færslunni. 

Einnig nefnir hún að rekstur Bændablaðsins hafi verið réttur af og að blaðið sé orðinn mest lesni prentmiðillinn. 

„Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár,“ segir í færslunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×