Fótbolti

Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leik­mann Vals

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nadía Atladóttir tekur slaginn með Íslandsmeisturum Vals í sumar.
Nadía Atladóttir tekur slaginn með Íslandsmeisturum Vals í sumar. Vísir/Anton Brink

Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals.

Nadía var lykilleikmaður í liði Víkings á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu-deildinni og fagnaði bikarmeistaratitlinum. Það kom því heldur betur á óvart þegar greint var frá því fyrir helgi að Nadía og Víkingur hefðu komist að samkomulagi um að rifta samningi Nadíu við félagið.

Nú aðeins tveimur dögum eftir að tíðindin af brotthvarfi Nadíu frá Víkingi bárust hefur hún nú verið kynnt til leiks sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals. 

Bróðir Nadíu, Patrik Atlason, betur þekktur sem tónlistamaðurinn Prettyboitjokko, staðfesti tíðindin er hann tróð upp í upphitun Valsmanna fyrir leik liðsins gegn ÍA í Bestu-deild karla sem hófst nú klukkan 19:15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Nadía hafði spilað með Víkingum frá árinu 2020, en áður hefði hún leikið með Fjölni, FH og Haukum. Hún á að baki 20 leiki í efstu deild á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×