Íslenski boltinn

Gylfi Sig var í beinni í 90 mínútur

Boði Logason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi.
Gylfi Þór Sigurðsson var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi. vísir/hulda margrét

Vísir bauð upp á nýjung í kvöld er svokölluð „player-cam“ eða leikmanna-myndavél fylgdi Gylfa Þór Sigurðssyni eftir í heilan leik.

Valur mætti ÍA í 1. umferð Bestu deildar karla og var Gylfi að sjálfsögðu i liði Vals en hann var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Valur vann leikinn og Gylfi skoraði. Þeir fjölmörgu sem fylgdust með leiknum fengu því skemmtilegt sjónarhorn á mark Gylfa.

Gylfi Þór skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðasta mánuði. 

Vísir vill þakka þeim sem horfðu á og aldrei að vita nema við munum endurtaka leikinn.


Tengdar fréttir

„Það er okkar að stoppa hann“

Arnór Smárason segir Skagamenn vera búna að eiga gott undirbúningstímabil en liðið fór meðal annars í úrslit Lengjubikarsins. Hann segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar gera mikið fyrir deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×