Innlent

Vaktin: Katrín situr á­fram í bili

Árni Sæberg og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Katrín og Guðni funda við Jóhann landlausa.
Katrín og Guðni funda við Jóhann landlausa. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn.

Katrín tilkynnti á föstudag að hún myndi biðjast lausnar í dag. Hún gekk því á fund Guðna Th. Jóhannessonar og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti hennar. 

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa ekki enn komist að samkomulagi um skipan nýrrar ríkisstjórnar. Því mun Katrín sitja áfram í starfsstjórn þrátt fyrir að Guðni hafi fallist á beiðni hennar um lausn úr embætti.

Bjarki Sigurðsson fréttamaður og Arnar Halldórsson tökumaður eru á Bessastöðum. Við fylgjumst með í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×